Á þriðja tug ökumanna óku of hratt

mbl.is/Hjörtur

24 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Sex voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og einn var kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Sá sem ók hraðast var mældur á 149 km/klst hraða á Suðurlandsvegi og bíður hans því svipting í einn mánuð auk 130 þúsund króna sektar og þriggja punkta í ökuferilsskrá.

2 óku of hratt á Austurvegi á Selfossi, annar á 77 km/klst hraða en hinn á 79 km/klst hraða.

Aðrir voru mældir á Suðurlandsvegi, Eyrarbakkavegi, Þrengslavegi, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn þeirra sem var tekinn grunaður um ölvunarakstur er talinn hafa verið einnig undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra sem er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis ók bifreið sinni útaf Laugarvatnsvegi og hafnaði út í skurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert