Sjö ætluðu að keyra ölvaðir burt

Margt var um manninn á Dalvík um helgina.
Margt var um manninn á Dalvík um helgina. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Mikil umferð hefur verið frá Dalvík í dag, á lokadegi Fiskidagsins mikla. Fjöldi fólks sótti hátíðina eins og endranær, en hún hefur staðið frá því á fimmtudag.

Lögreglan á Akureyri hefur sinnt umferðareftirliti á Dalvík meðan á hátíðinni hefur staðið. Í dag voru ökumenn stöðvaðir og látnir blása í áfengismæli. Sjö ökumenn urðu uppvísir að því að ætla að keyra án þess að áfengið væri horfið úr blóði þeirra. Þeir urðu því að bíða með að keyra frá Dalvík eða fá ökumann í betra ásigkomulagi til að taka við akstrinum.

Að sögn lögreglu hafa hátíðahöldin gengið vel fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert