„Er bjartsýnn á að komast í aðgerðina“

Guðmundur Felix Grétarsson fær að vita það 9. september hvort 30 manna skurðlæknateymi muni græða á hann handleggi frá öxlum en það yrði fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum.

Guðmundur missti báða handleggi rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998.

Hann setti sig í samband við franskan lækni sem framkvæmt hafði handaágræðslu áður og hefur Guðmundur síðan árið 2007 unnið að því að komast í slíka aðgerð. 

Guðmundur hefur frá áramótum farið tvisvar í undirbúningsrannsóknir hjá skurðlækninum Lionel Badet og hafa niðurstöður komið vel út. 

Hinn 20. ágúst mun Guðmundur ásamt 30 öðrum hlaupa fyrir „Handahlaup“, styrktarfélag sem stofnað var til styrktar Guðmundi.

Svölurnar, félag fyrrverandi og starfandi flugfreyja, hafa styrkt „Handahlaup“ Guðmundar um 500 hundruð þúsund krónur en aðgerðin sjálf mun kosta 21 milljón króna.

Hægt er að heita á Guðmund og hlauparana hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert