Vill byggja upp ferðaþjónustu

Frá Þórshöfn á Langanesi
Frá Þórshöfn á Langanesi mbl.is/Líney

Kínverski Íslandsvinurinn, afreksmaðurinn, auðjöfurinn og ljóðskáldið Huang Nobu hefur undanfarið verið að kanna ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi. Þetta staðfestir Hjörleifur Sveinbjörnsson vinur hans.

Þegar spurt er um Hólsfjöll og Langanesbyggð, sem Morgunblaðið hefur þegar greint frá að Kínverjar hafi sýnt áhuga, staðfestir Hjörleifur að Huang hafi meðal annars verið að skoða fjárfestingatækifæri þar.

Aðspurður segir Hjörleifur að Huang fáist fyrst og fremst við fasteignaviðskipti og ferðaþjónustu. Þau fjárfestingatækifæri sem Huang sé að skoða snúi því væntanlega að ferðaþjónustunni. Hann hafi verið að velta fyrir sér einhverri uppbyggingu hér á landi ef til kæmi.

Huang Nubo er nafn sem margir íslenskir ljóðaunnendur ættu að þekkja. Hann kom til Íslands í fyrrahaust á ljóðahátíð sem hann stóð fyrir í Norræna húsinu með Kínversk-íslenska menningarfélaginu en hann er styrktaraðili félagsins. Huang og Hjörleifur Sveinbjörnsson þekkjast frá fornu fari, gengu á norðurpólinn í vor í hópi manna, ásamt sonum sínum. Þar með rættist draumur Huang um 7+2 en áður hafði Huang, sem er þjálfaður fjallgöngumaður, farið á suðurpólinn og gengið á sjö hæstu tinda heims. Huang er stjórnarformaður Beijing Zhongkun Investment Group, sem á tvö dótturfélög í Bandaríkjunum. Hann var í 161. sæti á lista Forbes yfir 400 ríkustu einstaklinga í Kína sem birtur var í lok síðasta árs. Þar var verðmæti eigna hans reiknað sem 890 milljónir dala, eða jafnvirði nær 102.000 milljóna króna.

Huang Nobu
Huang Nobu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert