Syntu Viðeyjarsund

Sundkonurnar á leið út í Viðey.
Sundkonurnar á leið út í Viðey.

Þrjár konur syntu Viðeyjarsund á sunnudag en um er að ræða 4,3 km langa vegalengd.

Fram kemur á vef Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, að veður var gott og straumar hagstæðir. 

Tvær kvennanna, Sigrún Þuríður Geirsdóttir og Kolbrún Karlsdóttir, syntu á tímanum 2 stundum og 26 mínútum en  Sædís Rán Sveinsdóttir, 18 ára tengdadóttir Sigrúnar, synti leiðina á 2:31 stund. Segir á vef félagsins, að Sædís sé yngsti sundkappinn sem hefur farið þessa leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert