Fékk 15 milljarða rukkun frá skattinum

Hluti reikningsins sem Hólmfríður Erna fékk frá Ríkisskattstjóra. Eins og …
Hluti reikningsins sem Hólmfríður Erna fékk frá Ríkisskattstjóra. Eins og sjá má eru núllin mörg. Álagningarseðillinn er hér aðeins sýndur að hluta til að vernda persónuupplýsingar.

„Mér var alveg sama. Mér fannst þetta fyndið. Það hlaut að vera um kerfisvillu að ræða. Ég skuldaði skattinum 15.000 krónur en að fá 15 milljarða rukkun er heldur ríflegt,“ segir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir, einstæð móðir á Selfossi, um heldur háan álagningarseðil þetta árið frá ríkisskattstjóra.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt hafði starfsmönnum ríkisskattstjóra reiknast til að Hólmfríður Erna skuldaði skattinum milljón sinnum meira en hún ætlaði út frá tekjum síðasta árs.

Vekur athygli að skatturinn telur ekki tilefni til að gefa afslátt af upphæðinni.

Má til gamans nefna að upphæðin færi langleiðina með að loka fjárlagagatinu hjá ríkisstjórninni, ásamt því að vera um helmingur áætlaðs verðmætis makrílkvótans í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert