Regína stýrir þekkingarsetri

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir.

Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð. Stofnaðilar þekkingarsetursins eru Íslandsbanki, Landsbanki, Landsvirkjun, Rio Tinto Alcan, Össur og Síminn.

Alls sóttu 55 um starfið eftir að það var auglýst í sumar.

Markmiðið með þekkingarsetrinu er að byggja upp og viðhalda þekkingu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og í nánu samstarfi við háskólasamfélagið að efla nám og annað fræðastarf á Íslandi tengdu samfélagsábyrgð í viðskiptalífinu. Stefnt er að opnun setursins síðar í haust.

Regína er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Regína hefur margra ára reynslu sem stjórnandi, nú síðast sem skrifstofustjóri og staðgengill borgarstjóra.

Ósk Regínu um lausn úr starfi var tekin fyrir formlega á fundi borgarráðs í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert