17 ára með mikið magn fíkniefna

Pilturinn reyndist hafa í fórum sínum um það bil þrjátíu …
Pilturinn reyndist hafa í fórum sínum um það bil þrjátíu þúsund e-töflur. mbl.is/Árni Torfason

Sautján ára íslenskur piltur var tekinn með tösku sem innihélt mikið magn fíkniefna í Leifsstöð aðfaranótt miðvikudags. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eftir því sem næst verður komist var pilturinn að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Hann var einn á ferð. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í fórum hans við hefðbundið eftirlit og í framhaldi var lögreglan á Suðurnesjum kvödd til.

Pilturinn reyndist hafa í fórum sínum um það bil þrjátíu þúsund e-töflur. Auk þess fundust í farangri piltsins um fimm kíló af duftefni. Rannsókn á efnunum leiddi í ljós að um var að ræða svokölluð íblöndunarefni sem notuð eru til að drýgja fíkniefni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti í fyrradag fram kröfu um gæsluvarðhald yfir piltinum. Dómari Héraðsdóms Suðurnesja tók sér frest til hádegis í gær til að taka ákvörðun í málinu. Um hádegisbil í gær úrskurðaði hann síðan að pilturinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 7. september næstkomandi, að því er segir í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert