Ætlar líka að byggja upp í Reykjavík

Huang Nubo
Huang Nubo mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Huang Nubo, sem samdi á þriðjudag um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum, leitar nú að landi á Reykjavíkursvæðinu til að reisa þar höfuðstöðvar fyrirtækis síns. „Ég ætla að byggja í Reykjavík fimm stjarna 300 herbergja hótel sem stílar inn á alþjóðlegar ráðstefnur. Heildarfjárfestingin í þessum fasa nemur því nálægt 20 milljörðum króna,“ segir Huang í ítarlegu viðtali sem er við hann í Morgunblaðinu í dag.

Huang segist leggja áherslu á umhverfistengda ferðaþjónustu sem efnaðir kínverskir ferðamenn séu í auknum mæli farnir að sækjast eftir. Hann segist ætla að leggja áherslu á að vernda og bæta lífkerfið á Grímsstöðum og vera í samstarfi við Landgræðsluna um uppgræðslu.

Huang segir að eftir að hann kom til Íslands hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að „það séu staðir eins og Ísland, þá sérstaklega norðurhluti þess, sem séu framtíðarparadís umhverfistengdrar ferðaþjónustu“. Huang hefur verið hlýtt til Íslands allt frá því íslenski lopinn hélt á honum hita fyrir þrjátíu árum þegar hann var við nám í Peking-háskóla ásamt íslenskum félögum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert