Dagsektum beitt vegna Esjubergs

Esjuberg.
Esjuberg.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í vikunni að beita eigendur hússins Esjubergs við Þingholtsstræti dagsektum vegna ólokinna framkvæmda.

Borgarbókasafn Reykjavíkur var lengi til húsa í Esjubergi. Norski málarinn Odd Nerdrum keypti síðan húsið en nú er það í eigu Inn fjárfestinga, félags Ingunnar Wernersdóttur.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgaráðs, sagði í fréttum Sjónvarpsins að eigendur hússins fengju tveggja mánaða frest til að koma málum í lag.

Fram kemur í fundargerð skipulagsráðs Reykjavíkur, að andmælafrestur eiganda hússins hafi liðið án þess að hann hafi verið nýttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert