Fuglalíf við Tjörnina illa statt

Höfundar skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar segja borgina áhugalausa um stöðu …
Höfundar skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar segja borgina áhugalausa um stöðu lífríkisins. Lítið er um æti fyrir andastofninn. mbl.is/Eggert

Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn hefur aldrei verið jafnilla statt og í sumar. Andarungar voru taldir í júlí og reyndust þá einungis vera 24 talsins og margir hverjir voru nær dauða en lífi. Í fyrra voru þeir 54 og að meðaltali 156 á árunum 1974-2010.

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og Ólafur K. Nielsen vistfræðingur eru höfundar skýrslu um ástand lífríkisins við Tjörnina sem var afhent garðyrkjustjóra í janúar en var ekki lögð fyrir umhverfisráð fyrr en 9. ágúst, átta mánuðum síðar. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld harðlega fyrir áhugaleysið um fuglalífið, en það endurspeglast í viðbrögðum við skýrslunni sem þeir lögðu fram. Í henni kemur fram að gargönd sé nærri horfin, duggönd og æðarfugl muni hverfa á næstu árum en að stokkönd og skúfönd vegni betur.

Í umfjöllun um fulgalífið við Tjörnina í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur K. Nielsen, að svæðið í kringum Tjörnina sé manngert og því þurfi ræktunarstarf til að halda megi fjölbreyttu lífríki á svæðinu. „Ástandið er þannig að það þarf að fóðra ungana yfir sumarið til að þeir komist af. Meginvandinn felst í algerum fæðuskorti og þeir ungar sem eftir eru í lok sumars bera þess merki að hafa liðið hungur,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert