Eina leiðin að auka hagvöxt

Ólöf Nordal þingmaður
Ólöf Nordal þingmaður mblæ.is/Árni Sæberg

„Þetta er gríðarleg blóðtaka og verður stöðugt meiri eftir því sem aðgerðarleysið heldur áfram og ríkisstjórnin lokar augunum fyrir tækifærum til að skapa vinnu.“

Þetta segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag um atvinnuleysi hér á landi og áframhaldandi brottflutning fólks til Noregs og annarra Norðurlanda.

„Ríkisstjórnin er ekki að stíga nein skref í því að færa fólk af bótum og til vinnu. Ríkið hefur varið 80 milljörðum í atvinnuleysisbætur frá hruni. Til að setja þá upphæð í samhengi má geta þess að hún hefði dugað til að reisa þrjár Búðarhálsvirkjanir með tilheyrandi verðmæta- og atvinnusköpun,“ segir Ólöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert