Lundafjöld í Eyjum en varpið í rugli

Lundinn er sagður ljúfastur fugla.
Lundinn er sagður ljúfastur fugla. mbl.is/Eggert

Óvenjumikið af lunda hefur haldið til við Vestmannaeyjar undanfarna daga og vikur og segjast kunnugir ekki hafa séð svona mikið af fugli á þessum árstíma í mörg ár. Þá hafi sést til fugla bera síli í holur til að fæða unga.

Dr. Erpur Snær Hansen segir að varpið í Eyjum hafi verið mun seinna á ferðinni og sjálfsagt fái einhverjir ungar enn að éta. Þetta breyti þó ekki heildarniðurstöðunni: varpárangur verði enginn, enginn ungi komist á legg.

Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að svo virðist sem margir erlendir ferðamenn hafi fengið þær upplýsingar að lundi sé nær horfinn úr Eyjum. Svo sé alls ekki. „Lundinn er úti um allt. Ég hef ekki séð svona mikið af lunda í Heimakletti í mörg ár,“ segir hann en Sigurmundur hefur siglt með ferðamenn við Eyjar undanfarin ellefu ár Einnig sé mikið af lunda í Smáeyjum og í Stakkabót, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert