Forseta Hells Angels vísað frá Noregi

Einar Marteinsson, forseti Hells Angels MC Iceland.
Einar Marteinsson, forseti Hells Angels MC Iceland. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Einar Marteinsson, forseti Hells Angels MC á Íslandi, var í hópi þeirra þriggja liðsmanna Hells Angels sem vísað var frá Noregi í tengslum við Evrópumót samtakanna sem fram fer í Ósló um helgina.

Einar kvaðst hafa komið til Noregs frá Danmörku í gær og verið handtekinn við komuna. Hann var hafður í haldi í nótt sem leið og sendur til Íslands í dag. „Þeir hefðu átt að senda mig aftur til Danmerkur en þeir sendu mig hingað. Ég mótmælti þessu og er búinn að kæra það,“ sagði Einar. 

Í plaggi sem honum var afhent í Noregi kemur m.a. fram að honum sé vísað úr landi vegna skorts á búsetuleyfi. Hann var ekki kærður fyrir afbrot og ekki talinn hættulegur sjálfum sér né öðrum, samkvæmt umsögn lögreglu í plagginu. 

Hann sagði að síðast þegar honum var vísað frá Noregi hefði það verið á þeim grundvelli að hann kæmi til með að fremja glæp í landinu í framtíðinni. „Ég hef aldrei brotið lög í Noregi,“ sagði Einar.

„Ég var settur í sömu flóttamannabúðirnar og síðast og var eini Skandinavinn þar,“ sagði Einar. „Þeir heilsuðu mér með virktum og sögðu nei blessaður Einar og spurðu hvort ég vildi gamla klefann minn aftur.“

Einar sagðist þegar vera byrjaður að leita réttar síns gagnvart norskum stjórnvöldum vegna brottvísunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurður Valgarður Bjarnason: litlir
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert