Stjórnarráðsfrumvarpið samþykkt

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is / Hjörtur

Stjórnarráðsfrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag með 28 atkvæðum gegn 14.

Samkvæmt gildandi lögum um stjórnarráðið eru ráðuneytin talin upp í lögunum. Í frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um stjórnarráðið var gert ráð fyrir að þetta yrði aflagt. Einungis forsætisráðherra var nefndur í lögunum og hann gerði síðan tillögu um önnur ráðuneyti, en þau mega flest vera 10.

Samkomulag náðist um orðalagsbreytingar á stjórnarráðsfrumvarpinu í gær. Samkvæmt breytingum á stjórnarráðsfrumvarpinu sem kveðið er á um í samkomulagi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu þarf forsætisráðherra að fá samþykki Alþingis fyrir breytingum á fjölda og heitum ráðuneyta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert