Sár og svekkt vegna orða SA

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bæði sár og svekkt yfir yfirlýsingu Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, um að samtökin muni ekki eiga frumkvæði að samskiptum við sitjandi ríkisstjórn.

Þetta sagði hún vera til marks um að samtökin hefðu gengið í lið með stjórnarandstöðunni og væru að reyna að koma ríkisstjórn sinni frá völdum.

Hún segir jafnframt að stjórnvöld hafi haft frumkvæði að þeirri atvinnuuppbyggingu sem lægi fyrir í landinu og að samtökunum væri nær að líta í eigin barm áður en slíkar yfirlýsingar væru settar fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert