Fundargerðir úr bæjarráði

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hætta framlagningu fundargerða einstakra nefnda, nema um sé að ræða ákvarðanir sem varða fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýndu þetta harðlega og sögðu eingöngu hægja á stjórnsýslunni.

Guðríður Arnardóttir formaður bæjarráðs tilkynnti um ákvörðunina og vísaði til samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar þar sem fjallað er um hlutverk bæjarráðs. Sagði hún að samkvæmt 48. gr. samþykktarinnar varði bæjarráð fyrst og fremst fjárhaglega hagsmuni bæjarins. „Samkvæmt þessu verður ekki séð að bæjarráð eigi að fjalla um fundargerðir einstakra nefnda nema þar sé um að ræða ákvarðanir sem varða fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins umfram fjárhagsáætlun.“ AF þeim sökum verða fundargerði nefnda framvegis ekki lagar fram til umræðu í bæjarráði.

Í kjölfar þessa lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram bókun. Í henni segir að með þessari tilhögun sé hægt á allri stjórnsýslu, afgreiðsla mála lengd og dregið úr yfirsýn og þekkingu bæjarráðsmanna. „Með því lagi sem hingað til hefur verið unnið eftir hafa íbúar fengið hraðari afgreiðslu en annars staðar hefur þekkst í stærri sveitarfélögum landsins. Nú þegar hafa bæjarbúar fundið fyrir því hversu hægt gengur að afgreiða mál og fá svör hjá núverandi meirihluta og nú mun þessi tími lengjast enn frekar,“ segir í bókuninni.

Síðar á fundinum bókuðu fulltrúar minnihlutans aftur. Þá sögðu þeir fráleitt að meirihlutinn hafi áheyrnarfulltrúa til launauppbótar í bæjarráði, sem kosti bæjarsjóð um 2,5 milljón króna á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert