Annað eggjaregn

Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, fékk egg í höfuðið.
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, fékk egg í höfuðið. mbl.is/Júlíus

Eggjum og ýmsu öðru matarkyns rigndi yfir þingmenn er þeir gengu frá dómkirkjunni að Alþingishúsinu í morgun.

Þingmennirnir Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja Mósesdóttur gengu til fólksins og áttu við þau orðaskipti.

Myndatökumaður RÚV féll við í atganginum og mun hafa slasast lítillega.

Nú heldur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setningarræðu sína, en að því búnu flytur strengjakvartett tónlist og forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ávarp.

Hlé verður síðan gert á þingfundi á milli klukkan 11:35 til 12:30.

Þá taka við tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2012, kosið verður í nefndir þingsins og hlutað um sæti þingmanna. Fundi verður slitið klukkan 12:50.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert