Stilla upp tunnum á Austurvelli

Mótmælendur voru í kvöld að koma tunnunum fyrir á Austurvelli.
Mótmælendur voru í kvöld að koma tunnunum fyrir á Austurvelli. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þeir sem skipuleggja mótmæli á Austurvelli í kvöld hafa verið að stilla upp tunnum fyrir utan þinghúsið. Þar verður komið fyrir um 40 tunnum sem verða barðar undir umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur flutning stefnuræðunnar kl. 19:30 í kvöld. Á eftir henni koma forystumenn annarra flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Mikil mótmæli voru fyrir utan þinghúsið í fyrra þegar umræður stóðu um stefnuræðuna. Mikill hávaði myndaðist þegar þingmenn voru „tunnaðir“ eins og mótmælendur orðuðu það. Búið er að koma grindverki fyrir framan við þinghúsið, en lögreglumenn munu standa þar vörð eins og þeir gerðu í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert