Írskur svindlari á Íslandi?

Svindlarinn er sagður hafa verið í Reykjavík árið 2009.
Svindlarinn er sagður hafa verið í Reykjavík árið 2009. Ómar Óskarsson

Írskur svindlari sem vísa á frá Bandaríkjunum fyrir að svíkja fé og ýmsa greiða frá fólki í Colorado er sagður hafa stundað svipuð svik á Íslandi árið 2009. Sagði hann fólki að hann væri írskur hermaður sem hefði barist í Kúvæt, Líbanon og Afganistan. Frá þessu er sagt á vefsíðu írska blaðsins Independent Record.

Maðurinn heitir Kevin Barry McAuley og er sagður hafa reynt að taka yfir írskan bar í Reykjavík árið 2009. Sagðist hann vera fyrrverandi leyniskytta úr kanadíska hernum. Gabbaði hann framkvæmdastjóra tölvufyrirtækis hér á landi til þess að hjálpa sér að búa til viðskiptaáætlun og fyrirtæki.

Á meðan vann McAuley og kærasta hans á barnum. Flutti hann inn í íbúð við hliðina á barnum en borgaði aldrei leiguna. Eru þau hjúin sögð hafa stungið af í skjóli nætur en áður létu þau greipar sópa um barinn og stálu rúmum hundrað þúsund krónum.

Var maðurinn dæmdur fyrir svik fyrir ríkisrétti í Denver í Bandaríkjunum. Talið er að honum verði vísað úr landi á næstunni.

Fréttin á vef Independent Record.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert