Landeyjahöfn á röngum stað

Erfiðlega hefur gengið fyrir Herjólf að sigla til Landeyjahafnar.
Erfiðlega hefur gengið fyrir Herjólf að sigla til Landeyjahafnar. mbl.is/RAX

Landeyjahöfn er á röngum stað og hafnargarðar hennar eru rangt hannaðir. Þetta er mat Halldórs B. Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og skipherra til margra ára.

Halldór sendi Siglingastofnun og fleiri hagsmunaaðilum ítarlega greinargerð fyrir tæpu ári, með ýmsum ábendingum og athugasemdum um Landeyjahöfn. Hann hefur ekki fengið nein viðbrögð frá Siglingastofnun við greinargerð sinni.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Halldór meðal annars, að höfnin hafi átt að vera 2-3 km vestar í Bakkafjöru. Þar sé minni sandburður og meira skjól fyrir austan- og austsuðaustanáttum, svo innsiglingin yrði hættuminni. Hafnargarðarnir séu of stuttir og misráðið hafi verið að hafa hafnarmynnið opið beint til suðurs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert