Átta vélar frá Air Atlanta í pílagrímaflugi til Jeddah

Ein af flugvélum Air Atlanta.
Ein af flugvélum Air Atlanta. mbl.is

Flugfélagið Air Atlanta hóf sitt árlega pílagrímaflug til Jeddah í Sádi-Arabíu í lok september. Að sögn Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta, stendur það í um þrjá mánuði.

„Flestar vélarnar frá okkur fljúga fyrir Saudi Arabian Airlines eða sex vélar. Þar af eru fjórar vélar sem eru að allt árið og tvær sem koma sérstaklega inn fyrir pílagrímaflugið. Þær fljúga til Jeddah og út um alla álfuna, mest þó til Indónesíu og Malasíu.

Þá erum við með eina vél sem flýgur fyrir Biman flugfélagið í Bangladess og aðra sem flýgur fyrir flugfélag í Nígeríu til Jeddah. Fimm af þessum átta vélum, sem eru nú í pílagrímaflugi, fljúga á ársgrundvelli, en það er aðeins þremur vélum bætt sérstaklega við fyrir háannatímann.“

Air Atlanta er með 125 íslenska flugmenn í vinnu sem dreifast á verkefni víða um heim. Hannes segir það verðmætt fyrir félagið að fá þetta pílagrímaflug en Air Atlanta byrjaði á því árið 1988.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert