Eldri kona felld í ránstilraun

Jepplingurinn beið mannsins á bílaplani en var þó ekki lagt …
Jepplingurinn beið mannsins á bílaplani en var þó ekki lagt í stæði. Félagi ræningjans ók.

Ungur maður reyndi síðdegis í gær að ræna veski af gamalli konu, fæddri 1935, á innkeyrslu að blokkum eldri borgara við Kirkjusand í Reykjavík. Við ránstilraunina féll konan í götuna en hún sleppti ekki takinu af veskinu.

Sjónarvottur að atvikinu, starfsmaður Íslandsbanka sem var að fara út úr húsi bankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði heyrt óp frá bílastæðinu við blokkirnar. Þar hefði konan legið í götunni og ríghaldið í veskið sitt á meðan ungi maðurinn reyndi að toga það úr höndum hennar.

Þegar maðurinn sá að hún og annar starfsmaður bankans hugðust koma konunni til hjálpar hljóp hann í burtu og stökk upp í jeppling sem beið hans á bílastæði bankans. Félagi hans ók jepplingnum í skyndingu á brott en skráningarnúmer hans náðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert