Ísland í úrslit á HM í brids

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson spila við Joe Grue og …
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson spila við Joe Grue og Justin Lall í leik Íslands og B-liðs Bandaríkjanna í dag.

Ísland tryggði sér nú síðdegis sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í brids, sem haldið er í Veldhoven í Hollandi. Íslenska liðið tapaði síðasta leiknum í undankeppninni fyrir B-sveit Bandaríkjanna 12:18 en endaði í 8. sæti. Ísland mætir Hollandi í átta liða úrslitunum, sem hefjast á morgun.

Mikil spenna ríkti nánast til síðasta spils í 21. og síðustu umferð í undankeppni mótsins en afar litlu munaði fyrir umferðina á þeim liðum, sem voru í sætum 4 til 12. Lokastaðan varð síðan þessi:

  1. Ítalía 409 stig
  2. Holland 390 stig
  3. Bandaríkin 2 372 stig
  4. Ísrael 340,3 stig
  5. Bandaríkin 1 340,5 stig
  6. Svíþjóð 335 stig
  7. Kína 334,5 stig
  8. Ísland 333,5 stig
  9. Japan 328 stig
  10. Nýja-Sjáland 325 stig.

Alls kepptu 22 þjóðir í undankeppninni. Á morgun hefjast átta liða úrslitin. Hollendingar hefja leik með 14 IMP-stiga forskot en þeir unnu Ísland í undankeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert