Vill sátt um kvótafrumvarpið

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst leggja áherslu á að sátt náist um kvótafrumvarpið þegar það komi fram. Hann segir að stefna stjórnarflokkanna hafi verið skýr í þessum efnum.

Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, nefndarmanns í atvinnuveganefnd. Hann spurði á opnum fundi nefndarinnar í morgun hvort Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hygðist hafa samráð við hagsmunaaðila og stjórnarandstöðu vegna kvótafrumvarpsins.

Jón Gunnarsson spurði einnig hvort ráðherrann hygðist auka veiðiheimildir á þorski.

Ráðherrann sagði að nýtingarstefna í þorski hefði verið sett til fimm ára. Álit nefndar sem hann skipaði til að fara yfir stefnuna hefur nú verið kynnt til umsagnar. Hann telur að víðtækari umfjöllun þurfi um þessi mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert