Hekla í beinni á netinu

Hekla.
Hekla. mbl.is/RAX

Nú er hægt að fylgjast með Heklu á netinu, en Míla hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem er beint að fjallinu.

Hekla er 1.491 metra hár eldhryggur og er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi og gjarnan kölluð „Drottning íslenskra eldfjalla“, að því er fram kemur á vef Wikipedia.

Nú eru vefmyndavélar Mílu á landinu níu talsins. Flestar þeirra eru á Suðurlandi.

Fyrsta vefmyndavél Mílu var sett upp í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi og í  Eyjafjallajökli.

Vefmyndavélin sem sýnir Heklu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert