Kæra Dirty Night

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs hefur falið jafnréttisráðgjafa Kópavogs að leggja fram kæru á hendur auglýsendum svonefnds Dirty Night-kvölds, sem á að halda á skemmtistaðnum Players annað kvöld.

Í fundargerð jafnréttis- og mannréttindaráðs frá því dag er lýst vanþóknun á viðburðinum „Dirty Night" sem á að fara fram á skemmtistaðnum Players í Kópavogi á morgun.

„Með því að hlutgera einstaklinga, bæði karla og konur, eins og sýnt er að verði gert á þessu kvöldi, er verið að senda röng skilaboð út í samfélagið og við viljum ekki að slíkt eigi sér stað í bæjarfélaginu okkar.   Viðburðurinn er að áliti ráðsins niðurlægjandi fyrir alla sem í hlut eiga: konur, karla, bæjafélagið og skemmtistaðinn," segir í fundargerðinni.

Er þeirri skoðun lýst, að auglýsendur viðburðarins hafi brotið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert