Gjöf NT ekki brot á mannréttindum

Borgarstjórn setti í október reglur um samskipti skóla og trúfélaga.
Borgarstjórn setti í október reglur um samskipti skóla og trúfélaga. mbl.is/Ernir

Það er ekki brot á mannréttindum að grunnskólanemendur fái gefins Nýja testamenti (NT) að mati 88,1% þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun.

Bergþór Ólason fjármálastjóri keypti spurningu í netkönnun MMR sem gerð var dagana 10.-14. nóvember. Spurningin var svohljóðandi: „Finnst þér það vera brot á mannréttindum að grunnskólanemendur fái gefins eitt eintak af Nýja testamentinu?“ Af 879 Íslendingum á aldrinum 18-67 ára sem voru spurðir tóku 832, eða 94,6% afstöðu til spurningarinnar en 47 tóku ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 99 eða 11,9% spurningunni játandi en 733 eða 88,1% svöruðu spurningunni neitandi. En hvað varð til þess að Bergþór ákvað að fá MMR til að spyrja spurningarinnar?

„Mér ofbauð hvernig núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar gengu fram þegar þessi ákvörðun var tekin. Allt til að láta undan nokkrum æsingamönnum á vinstri kantinum sem hafa árum saman verið í herferð gegn kristinni trú og kristinni menningararfleifð,“ sagði Bergþór. Hann kvaðst telja að mannréttindahugtakið hefði verið gróflega misnotað í ferlinu. „Svokölluð mannréttindanefnd telur það vera í sínum verkahring að breyta áratuga hefð þar sem skólabörn hafa fengið þessa gjöf.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert