Minni þjónusta og versnandi búsetuskilyrði í Skagafirði

Sjúkrahús, dvalarheimili og heilsugæsla eru rekin undir hatti heilbrigðisstofnunarinnar. Saga …
Sjúkrahús, dvalarheimili og heilsugæsla eru rekin undir hatti heilbrigðisstofnunarinnar. Saga sjúkrahússins nær aftur til 1907. mbl.is/Björn

Frekari lækkun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS) mun veikja samfélagið í Skagafirði enn frekar til lengri tíma litið.

Draga mun úr fýsileika fjárfestinga í atvinnulífi á svæðinu, draga mun úr þjónustu og búsetuskilyrði versna.

Þetta eru helstu niðurstöður Capacent sem unnið hefur skýrslu fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um samfélagsleg og afleidd áhrif 8,4% niðurskurðar á fjárveitingum til HS á næsta ári. Fjárveitingar aftur til ársins 2008 eru skoðaðar en þær hafa á þeim tíma dregist saman um 34,1%. Á sama tíma hefur opinberum störfum á svæðinu fækkað um ríflega 30.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Stefán Vagn Stefánsson, skýrslu Capacent styðja það sem sveitarfélagið hafi áður haldið fram um áhrif niðurskurðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert