Nýtt met í Boston-ferðum

Ferðalangar fara með hlaðnar kerrur í gegnum Leifsstöð.
Ferðalangar fara með hlaðnar kerrur í gegnum Leifsstöð. mbl.is/Ómar

Nú stefnir í að á milli 4.000 og 5.000 Íslendingar fari með Icelandair til Boston í október, nóvember og desember á þessu ári og setji þar með nýtt met í Boston-ferðum með flugfélaginu. Um er að ræða um 10% aukningu frá árinu 2010, sem var þó algjört metár á þessu sviði.

Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í Morgunblaðinu í dag. Flogið er daglega til Boston um þessar mundir og segir Guðjón að sætanýtingin sé frábær. Meirihluti farþeganna sé útlendingar, ýmist að koma frá Íslandi eða á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna. Flestir Íslendinganna séu á leið í hefðbundna borgarferð, þ.e. þeir gisti á miðborgarhótelum, sæki söfn, ýmsa viðburði og veitingahús og kíki í verslanir.

Þess sér stað á Keflavíkurflugvelli að margir farþeganna hafa látið til sín taka í verslunum ytra. Kári Gunnlaugsson, yfirdeildarstjóri tollgæslunnar á flugvellinum, segir að margir fari að rauða hliðinu og greiði virðisaukaskatt af þeim raftækjum sem þeir hafa keypt og vinsælust eru í dag myndavélar, iPad-spjaldtölvur og fartölvur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert