Segir af sér vegna Skálholts

Þorláksbúð við Skálholtskirkju
Þorláksbúð við Skálholtskirkju tölvugerð mynd

Hjörleifur Stefánsson hefur sagt af sér sem formaður húsafriðunarnefndar. Ástæðu afsagnarinnar segir hann vera ákvörðun mennta‐ og menningarmálaráðherra um að fara ekki að tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Skálholtskirkju og Skálholtsskóla.

Í afsagnarbréfi sínu segir Hjörleifur að þetta sé í fyrsta sinn sem ráðherra fer ekki að tillögu nefndarinnar um friðun. Í því sé fólgið vantraust á mati nefndarinnar á gildi bygginganna og að ráðherra meti aðra hagsmuni meira.

Auk þess sendi Hjörleifur Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, persónulegt bréf vegna afsagnar sinnar þar sem hann gagnrýnir ákvörðun hennar um að fara ekki að tillögu nefndarinnar.

Segir meðal annars orðrétt í bréfinu:

„Ekki kann ég við að segja að um sé að ræða undirlægjuhátt gagnvart vinnufélaga á Alþingi og undanlátssemi við þau venjulegu, ófaglegu og óheiðarlegu vinnubrögð sem viðgangast í þessu samfélagi. Ég er feiminn við að nota þessi orð en þegar litið er yfir feril þessa máls frá upphafi blasir við manni slík runa af óheiðarleika, lygum, prettum og ljótum vinnubrögðum að manni verður orðfall. Ég skil ekki hvernig stjórnmálamaður í þinni stöðu getur tekið svona ákvörðun sem í reynd þýðir aðeins að verið er að festa í sessi það sem ætti að uppræta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert