Isavia býðst til að taka yfir flugrútuna

Sveitarfélög úti á landi vilja taka við almenningssamgöngum á milli …
Sveitarfélög úti á landi vilja taka við almenningssamgöngum á milli sveitarfélaga, eins og þekkist á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. mbl.is/Golli

Isavia leggst gegn lagabreytingum sem treysta eiga grundvöll samninga Vegagerðarinnar við sveitarfélög um almenningssamgöngur. Félagið segir að fullt frelsi eigi að vera í flutningi fólks með rútum til og frá flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli en segir einnig koma til álita að félagið sjálft annist þessa flutninga.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum tóku við sérleyfi til fólksflutninga á Suðurnesjum fyrir tveimur árum, með samningi við ríkisvaldið, og samþættu flutninga til og frá flugstöð og Reykjanesbæ við strætókerfið í sveitarfélögunum. Samningar við rútufyrirtækin sem önnuðust flutningana samkvæmt eldra útboði hafa verið endurnýjaðir en til hefur staðið að bjóða leiðirnar út að nýju.

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, segir að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel. Með því að samtengja áætlanir hafi verið hægt að bæta þjónustu við íbúa í sveitarfélögunum og starfsmenn flugstöðvarinnar, ekki síst seint á kvöldin og snemma á morgnana. Bætt kerfi hefur stóraukið notkun á almenningsvögnum á Suðurnesjum.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er feitasti bitinn í þessu kerfi. Rútufyrirtæki hóf á síðasta ári samkeppni á þeirri leið og fékk aðstöðu í flugstöðinni eftir nokkurt þref.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert