Landamæraeftirlit við Hafnarfjörð

Amal Tamimi
Amal Tamimi mbl.is

„Ímyndið ykkur að það væri landamæraeftirlit á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og að þú þyrftir að sækja um leyfi með margra mánaða fyrirvara áður en þú gætir farið að heimsækja frænda eða frænku eða jafnvel foreldra.“ Þetta sagði Amal Tamimi varaþingmaður í umræðum á Alþingi um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.

Amal fæddist í Jerúsalem og var sjö ára þegar Sex daga stríðið braust út árið 1967. „Ég veit hvað hernám þýðir. Ég upplifði hræðilega hluti þegar ég sá og heyrði sprengingar kringum okkur. Ég var hrædd vegna þess að það var ekkert rafmagn. Við vorum í geymslunni undir húsinu okkar. Allir nágrannar okkar voru þar, karlmenn, konur og börn. Sumir vildu flýja frá Jerúsalem, en faðir minn sagði að það væri enginn staður til að fara til. Öll Palestína væri undir yfirráðum Ísraels. Hann missti allt í stríðinu 1948. Hann ákvað frekar að deyja í Jerúsalem en að vera flóttamaður í öðru landi.

Sem betur fer vorum við ekki drepin. Eftir Sex daga stríðið var útgöngubann. Þau sögðu að við mættum ekki fara út úr húsinu vegna þess að þau vildu telja okkur og sjá hvað við værum mörg. Útgöngubannið stóð yfir í um viku tíma.

Bróðir minn, sem kom til Íslands árið 1966 í skoðunarferð, var enn á Íslandi þegar talning fór fram og missti þar með réttindi til að vera í Palestínu. Hann gat ekki komið til baka vegna þess að hann var ekki í landinu þegar Ísrael tók við. Mamma sótti um dvalarleyfi fyrir hann meira en 10 sinnum á þeim forsendum að pabbi væri dáinn og það væri enginn til að sjá um okkur. En það gekk ekki og hann mátti ekki koma aftur til Jerúsalem.

Ísrael var stofnað á þeim forsendum að þeir hefðu verið með landið  fyrir þrjú þúsund árum og þess vegna ættu þeir rétt á að fara til baka, en ekki bróðir minn.“

Amal sagði að flóttakonurnar sem komu til Akraness árið 2008 væru af þriðju kynslóð flóttamanna frá Palestínu. Þær væru ríkisfangslausar.

Amal sagði að þegar hún kom til Íslands árið 1995 hefði hún verið skráð ríkisfangslaus. Hún fékk ríkisborgararétt árið 2002 eftir að hafa sótt um þrisvar. Þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hún hefði haft ríkisfang. Hún sagði það hafa gríðarlega þýðingu fyrir sig að vera með vegabréf. „En ég get ekki farið til Jerúsalem. Samkvæmt lögum í Jerúsalem er ég búin að missa réttindi til að vera Palestínumaður. Ég get farið þangað og dvalið í þrjá mánuði á ferðamannavísa.“

Amal fór til Palestínu í júní og hún sagði að ástandið væri hræðilegt. Hermenn væru út um allt. Ferðalag frá Jerúsalem til Ramallah, sem ætti að taka 15 mínútur, gæti tekið 3-4 klukkutíma. Fólk sem væri á leið í skóla eða vinnu þyrfti að bíða svo lengi til að komast leiðar sinnar.

„Allt sem vantar er mannréttindi og ég vona að með viðurkenningu á Palestínu gefum við fólki frá Palestínu von um bjarta daga,“ sagði Amal.

Síðari umræðu um tillöguna lauk á Alþingi í kvöld en atkvæðagreiðsla fer fram á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...