Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, á …
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, á landsfundi sjálfstæðismanna. mbl.is/Árni Sæberg

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um tvö prósentustig í nóvember og mælist nú 38% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn hefur ekki mælst með meiri stuðning síðan í febrúar 2008, nokkru fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að um 22% prósent kjósenda styðji Samfylkinguna og tæp 15% styðji Framsóknarflokkinn. 13,5% styðji Vinstri-græna en stuðningur við þann flokk hafi ekki mælst minni síðan í júlí árið 2007. Einungis 2% styðja Hreyfinguna.

Loks kemur fram að 10% myndu styðja önnur framboð og 15% myndu skila auðu eða sleppa því að kjósa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert