Telja kínverska herinn horfa til Íslands

Kínverskur kafbátur.
Kínverskur kafbátur. Reuters

Sérfræðingar í varnarmálum sem Globe and Mail, helsta dagblað Kanada, ræddi við telja að kínverski herinn horfi til Íslands sem ákjósanlegs staðar til að reisa hafnir og önnur mannvirki. Ástæðan er hugsanleg opnun siglingaleiða á norðurslóðum.

Kanadíska blaðið fjallar um málið í tilefni þess að kínverska auðmanninum Huang Nubo var neitað um að fá kaupa Grímsstaði á Fjöllum en þar hafði hann sem kunnugt er uppi hugmyndir um að opna golfvöll á harðbýlisjörð.

Er málið sett í samhengi við áhuga kínverskra stjórnvalda á að fjölga kafbátum í Kínaher.

Blaðið rifjar upp ríka áherslu Kínverja á að fylgjast vel með þróuninni á norðurslóðum.

Um gífurlega hagsmuni er að tefla enda myndi opnun siglingaleiðarinnar hafa mikla þýðingu fyrir kínverskan útflutning með því að stytta afhendingartíma og þar með draga úr flutningskostnaði sem fyrirséð er að kunni að hækka enn frekar vegna hækkandi olíuverðs.

Orðrétt segir í frétt Globe and Mail í lauslegri þýðingu:

„Suma embættismenn í Reykjavík grunar að herra Huang hafi viljað landið af meira tilefni en til að opna golfvöll. Kanadískir hermálasérfræðingar eru því sammála.“

Frétt Globe and Mail má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert