Efnistaka á ræktuðu landi

Ekki er tekið efni úr Ingólfsfjalli í malarnámunni í Hvammi.
Ekki er tekið efni úr Ingólfsfjalli í malarnámunni í Hvammi. mbl.is

Matsáætlun vegna efnistöku í landi Hvamms í Sveitarfélaginu Ölfusi hefur verið lögð fram til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Námusvæðið er staðsett við Hvammsveg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Hveragerðis, vestan megin við Ingólfsfjall.

Í matsáætluninni er fjallað um tvö svæði, á svæði eitt er gert ráð fyrir að eftir séu um tveir hektarar heppilegir til efnistöku. Framkvæmdaraðili áformar því stækkun svæðis 1 um 2 ha og efnistöku allt að 100.000 m3 á 5-10 árum. Á svæði tvö áformar framkvæmdaraðili alls um 500.000 m3 efnistöku á 5 ha, á allt að 30 árum.

Fyrirhuguð efnistaka mun fara fram á ræktuðu landi og því ekki verið að raska óspilltri náttúru. Efnistökusvæðið er lítt áberandi nema sýnilegt vegfarendum á skömmum kafla Hvammsvegar og útivistarfólki ofan af Ingólfsfjalli vestan til. Vegna nálægðar við Suðurlandsveg og helstu þéttbýlissvæði Suðurlands þykir efnistökusvæðið vel í sveit sett með tilliti til flutninga.

Sjá má matsáætlunina á vef Skipulagsstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert