Heiðurslaunin fyrst og fremst táknræn

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Þar sem heiðurslaunaþegum hafði fækkað um tvo þótti tilhlýðilegt að bæta einum við þann lista fólks sem þiggur heiðurslaun listamanna.

Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, en tíðkast hefur að nefndin afgreiði listann og flytji sem breytingartillögu við þriðju umræðu fjárlaga.

Fulltrúar meirihlutans í nefndinni, ásamt fulltrúa Hreyfingarinnar, samþykktu að veita Sigurði A. Magnússyni heiðurslaunin en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sátu hjá.

„Nafni hans hafði árum saman verið haldið fram en aldrei náðst um það samstaða. En hann er aldraður maður og mikill vilji meðal margra til að sýna honum þennan heiður og sóma og við ákváðum að gera það,“ segir Björgvin.

Hann segir heiðurslaunin fyrst og fremst táknrænan heiður en peningalega nema þau um einni og hálfri milljón króna á ári. Alls þiggja nú 28 einstaklingar heiðurslaunin en engar reglur gilda um fjölda heiðurslaunaþega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert