Ekki enn gert upp hug sinn

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ekki enn gert upp hug sinn varðandi það hvort hann bjóði sig fram að nýju á næsta ári. Hann segir að um mitt ár hafi stefnt í að hann myndi draga sig í hlé eftir sextán ár í embætti en síðan þá hafi margir komið að máli við hann og hann verði að hlusta á fólkið.

Ólafur Ragnar var gestur í spjallþætti Sölva Tryggvasonar, Málinu, á Skjá einum í kvöld. Undir lok þáttar barst talið að næsta ári þegar fram fara forsetakosningar. Ólafur Ragnar minntist á að hann hefði ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff, keypt sér hús og það hefðu þau varla gert nema fyrir þær sakir að hann hygðist láta sextán ár í embætti forseta Íslands duga.

Spurður hvort hann hafi verið búinn að taka ákvörðun sagði Ólafur Ragnar svo ekki vera, og eins og staðan sé í dag hafi hann ekki enn gert upp hug sinn. Hins vegar yrði ekki frá því litið að óvissa væri enn ríkjandi á Íslandi og ekki væri aðeins hægt að taka ákvörðun út frá eigin hagsmunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert