Forsetinn kynnir sér græna tækni

Tæknin er meðal annars talin draga úr mengun frá umferð.
Tæknin er meðal annars talin draga úr mengun frá umferð. Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði í gær með Kristjáni Birni Ómarssyni hugvitsmanni um þróun umhverfisvæns blöndungs sem byggður er á íslensku hugviti.

Fram kemur á vef forsetaembættisins að nýi blöndungurinn dragi verulega úr mengun og stuðli að orkusparnaði.

Segir þar jafnframt að forsetinn hafi fylgst með þróun þessarar tækni á undanförnum árum.

Kristján Björn hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2001 auk verðlauna Evrópuráðsins fyrir hönnun eldsneytiskerfis fyrir smávélar.

Morgunblaðið hefur sagt ítarlega frá tækniþróun Kristjáns Björns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert