Rafrænar vörur hækka í verði

Löggjöf sem tók gildi þann 1. nóvember síðastliðinn felur í sér hækkun á rafrænum vörum á borð við bækur, hljóðbækur, tónlist, kvikmyndir og forrit sem keyptar eru á netinu af erlendum aðilum. Virðisaukaskattur leggst nú ofan á verðið sem greitt er fyrir vörurnar.

Erlendum fyrirtækjum sem selja Íslendingum vörur eða þjónustu á þessum markaði er nú gert að standa skil á virðisaukaskatti sem er ýmist 7% eða 25,5%. Hingað til hafa einungis fimm fyrirtæki skráð sig til ríkisskattstjóra til að standa skil af innheimtunni. Þar á meðal er netsölurisinn Amazon og fyrirtækið Audible sem selur hljóðbækur. Hinsvegar vekur athygli að forritaframleiðendur á borð við Adobe og Microsoft hafa ekki skráð sig né heldur iTunes verslun Apple samsteypunnar.

Jón Guðmundsson, Skrifstofustjóri fagsviðs hjá Ríkisskattstjóra, segir ómögulegt að spá fyrir því hversu miklar tekjur munu skapast af innheimtunni en von er á fyrsta uppgjöri vegna þess í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert