Bannað að koma að viðskiptum í 10 ár

Kaupsýslumennirnir voru í slagtogi við Kaupþing og eigendur Glitnis.
Kaupsýslumennirnir voru í slagtogi við Kaupþing og eigendur Glitnis. mbl.is/Friðrik

Yfirvöld í Dubai hafa bannað fjórum þarlendum kaupsýslumönnum að koma nálægt viðskiptum í 10 ár. Fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að mennirnir voru í slagtogi við Kaupþing og eigendur Glitnis sumarið fyrir bankahrunið.

Í frétt RÚV kom fram að viljayfirlýsing frá kaupsýslumönnunum var notuð sem réttlæting fyrir sex milljarða lánveitingu vegna Aurum Holding. Þrotabú Glitnis væri í málaferlum við sex eigendur og stjórnendur gamla bankans vegna lánsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert