Björgvin G. tekur ekki þátt

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Alþingis um mál Geirs H. Haarde. Segist hann ekki taka þátt í þinglegri meðferð þess enda nátengdur aðdraganda þess. Björgvin G., sem var viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra fjögurra sem þingmannanefnd lagði til að yrðu ákærðir fyrir vanrækslu.

„Alþingi fjallar í dag um mál sem snertir málshöfðun gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi.

Í samræmi við fyrri afstöðu og yfirlýsingar mun ég ekki taka þátt í þinglegri meðferð þess.

Að mínu mati er ég of tengdur aðdraganda málsins til að eðlilegt geti talist að ég taki þátt í afgreiðslu þess með nokkrum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Björgvini G. Sigurðssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert