Varað við stormi SV-lands

Búist er við stormi
Búist er við stormi Morgunblaðið/RAX

Veðurstofa Íslands varar við stormi suðvestantil á landinu annað kvöld en vindstyrkur mun fara yfir 20 m/s.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun lægð nálgast landið úr vestri aðra nótt, um eða eftir miðnætti. Hvassast verður við suðurströnd landsins og í Vestmannaeyjum en einnig má reikna með hvössum vindi á Faxaflóasvæðinu. Lægðinni mun svo fylgja talsverð snjókoma.

Á þriðjudag mun svo aftur taka að lægja en reiknað er með áframhaldandi ofankomu.

Vegfarendum er bent á að fylgjast með tilkynningum um veður á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert