Fyrri ferð Herjólfs felld niður

.
. mbl.is/Ómar

Ákveðið hefur verið að fella niður fyrri ferð Herjólfs þriðjudag vegna óhagsæðar veðurspár. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun.

Haft var samband við alla farþega í dag sem áttu bókað far með fyrri ferð þriðjudag og eru allir búnir að færa sig í aðrar ferðir skipsins. Mun betra útlit er með seinni ferð Herjólfs og er gert ráð fyrir brottför frá Eyjum kl. 15:30 og Þorlákshöfn kl. 19:15.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert