Munur á SA og verkalýðshreyfingunni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Samtök atvinnulífsins fylgja stjórnarandstöðunni í öllum málum en það á ekki við um verkalýðshreyfinguna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Var ráðherrann að svara fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, sem spurði hvort forsætisráðherra teldi að verkalýðshreyfingin væri komin í stjórnarandstöðu og væri á villigötum.

Jóhanna sagði að niðurstaða verkalýðshreyfingarinnar um að framlengja kjarasamninga hefði verið skynsamleg og málflutningur hennar málefnalegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert