Úrelt hugmynd að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll

mbl.is/Ómar

Hugmyndir sem settar voru fram í aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2001 um að flugvöllurinn fari að hluta árið 2016 og alveg árið 2024 eru algjörlega óraunhæfar og úreltar nú.

Þetta segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um mál flugvallarins í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að enn séu óseldar margar íbúðir og margar skipulagðar lóðir til. Lóðirnar geti enst í 6 til 7 ár eftir að byggingaframkvæmdir hefjast á ný.

Júlíus Vífill bendir á hálfbyggð nýbyggingahverfi á höfuðborgarsvæðinu. Verði farið í það þegar árið 2016 að fjarlægja N/S-flugbrautina og beina uppbyggingu þangað sé verið að tryggja óbreytt ástand á hálfbyggðu svæðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert