Oft dottið á höfuðið en ekki nú

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr bera glaðir ábyrgð á …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr bera glaðir ábyrgð á snjókomunni en ekki hækkun fasteignaskatts. mbl.is/Ómar

„Við Jón berum glaðir ábyrgð á aukinni snjókomu og ýmsum öðrum ófögnuði, en ekki þessu, takk,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, á Facebook í svari við gagnrýni Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra, á hækkun fasteignaskatts á hesthús.

Jónas skrifar á vefsíðu sinni að Besti flokkurinn og Samfylkingin hafi nú segið heimsmet í hækkun skatts, 750%. „Þeir Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson duttu á höfuðið,“ skrifar Jónas.

„Ég hef vissulega dottið á höfuðið oftar en einu sinni í gegnum ævina - en ekki með þessum afleiðingum,“ svarar Dagur fullum hálsi á Facebook. 

Hann segir að leita verði skýringa á hækkun fasteignaskattsins annars staðar.

„Hér er um að ræða úrskurð yfirfasteignamatsnefndar um að hesthús eigi að falla í flokk með atvinnuhúsnæði en ekki íbúðahúsnæði, eins og verið hefur í Reykjavík.

Borgarlögmaður hefur gefið það álit að úrskurðurinn sé bindandi fyrir sveitarfélög. Borgarstjórn verði með öðrum orðum að fara eftir þessu hvort sem henni líki betur eða verr. Því var úrskurðunrinn lagður fram til kynningar en ekki atkvæða. Breytingar verður að gera í gegnum lagasetningu frá Alþingi. Borgarráð gerði því ráðstafanir til að gera Alþingi viðvart þegar þetta lá fyrir við álagningu þessa árs.

Við Jón berum glaðir ábyrgð á aukinni snjókomu og ýmsum öðrum ófögnuði, en ekki þessu, takk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert