Umferðin ekki minni í sjö ár

Ófærðin í janúar setur svip sinn á tölur um umferð …
Ófærðin í janúar setur svip sinn á tölur um umferð í mánuðinum mbl.is/Sigurgeir

Umferðin í nýliðnum janúar dróst saman um ríflega 10 prósent á landinu öllu miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Er þetta mesti samdráttur milli janúarmánaða frá því að þessi samanburður hófst fyrir sjö árum.

 Búast mátti við samdrætti í umferðinni vegna þess að veðurfar og færð voru slæm í mánuðinum, segir á vef Vegagerðarinnar.

„En þessi mikli samdráttur er hins vegar óvæntur þrátt fyrir það og einnig sérstaklega þegar horft er til þess að milli janúarmánaða 2010 og 2011 dróst umferð saman um 7,6 prósent, á þessum sömu 16 mælipunktum á Hringveginum, sem á þeim tíma var mesti samdráttur sem Vegagerðin hafði mælt,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Samdrátturinn á Suðurlandi 21%

Samdráttur milli janúarmánaða 2010 og 2011 var undanfari eins mesta samdráttar sem mælst hefur í þessum 16 mælipunktum á ársgrundvelli.

„Hvort þessi mikli samdráttur nú er vísbending um enn eitt samdráttarárið í umferðinni skal ósagt látið en vissulega gefa þessar niðurstöður tilefni til að hugleiðinga í þá veru,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Samdráttur í umferð mælist á öllum landssvæðum og enn dregst umferð mest saman á Suðurlandi eða rúmlega 21% en minnst á Norðurlandi eða rúmlega 5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert