Gagnrýnir framsetningu Ríkissjónvarpsins

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is

„Nauðsynlegt er að skoða það áfall sem lífeyrissjóðakerfið varð fyrir í samhengi við hrunið  sem hér varð og þá efahagskreppu sem heimsbyggðin hefur verið að ganga í gegnum,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, á heimasíðu sinni í gærkvöldi um úttektarskýrslu Landssambands lífeyrissjóða um fjárfestingar lífeyrissjóða og starfsemi þeirra í kringum bankahrunið sem kynnt var á föstudaginn.

Ögmundur gagnrýnir harðlega umfjöllun Ríkissjónvarpsins um málið í fréttum sínum í gærkvöldi en þar var meðal annars birt mynd af honum og fjallað um aðkomu hans að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sem var annar tveggja lífeyrissjóða sem töpuðu mestum fjármunum á fjárfestingum sínum í kringum hrunið. Ögmundur gegndi meðal annars stjórnarformennsku í LSR á árinu 2007.

„Í myndrænni framsetningu í fréttum sjónvarpsins var greint frá formennsku minni á árinu 2007 og yfir myndina sett tap sjóðsins, rúmlega 100 milljarðar króna. Vegna þessarar framsetningar er rétt að geta þess að hver einasta króna af þessari tapstöðu kom fram eftir að formennsku minni lauk, enda voru tekjur sjóðsins á árinu 2007 af fjárfestingum 16,3 milljarðar króna eða sem svarar til 5% ávöxtunar!“ segir Ögmundur.

Hann segir ennfremur að ef ávöxtun LSR sé skoðuð undanfarinn áratug hafi meðalraunávöxtun verið nálægt því að vera jákvæð upp á 2% þrátt fyrir bankahrunið hafi átt sér stað á því tímabili. Margir erlendir lífeyrissjóðir yrðu sáttir við þá ávöxtun að hans sögn. Þá bendir hann á að hann hafi sjálfur verið andvígur því á sínum tíma að lífeyrissjóðirnir yrðu skyldaðir með lögum til að hámarka gróða sinn með fjárfestingum.

„Íslensku lífeyrissjóðirnir voru lögþvingaðir til að leita alltaf eftir hæstu ávöxtun, mestum gróða. Ríkið bauð ekki upp á fjárfestingar fyrir lífeyrissjóðina. Þeir urðu því að fjármagna sig á markaði. Þeir máttu fara með tiltekið hlutfall fjárfestinga sinna úr landi, afganginn fjárfestu þeir innanlands. Þar hafa valkostir verið takmarkaðir. Stærstu fjárfestingakostirnir voru á þessum árum bankar, fjárfestingarfélög og nokkur stórfyrirtæki,“ segir Ögmundur.

Hann gagnrýnir Ríkissjónvarpið einnig fyrir að segja aðeins hálfa söguna með því að fjalla um tap lífeyrissjóðanna en ekki um leið um hagnað þeirra á sama tíma. „Verkefni okkar núna er að hyggja að framtíð íslenska lífeyriskerfisins á miklu róttækari hátt en mér sýnist rannsóknarskýrslan reifa,“ segir Ögmundur.

Heimasíða Ögmundar Jónassonar

mbl.is

Innlent »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Laus íbúð um jólin..."Eyjasol ehf.
Eigum lausa daga í íbúðum í Reykjavik fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Rúm ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...