Á 122 km hraða í spyrnu

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum mbl.is/Jakob Fannar

Aðfaranótt mánudags var fremur róleg í höfuðborginni, að sögn lögreglu. Um klukkan hálfeitt í nótt voru tveir ungir ökumenn, fæddir 1986 og 1988, stöðvaðir á Kringlumýrarbraut, en þær mældust á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Talið er að mennirnir hafi verið í kappakstri. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá var 28 ára gamall karlmaður stöðvaður á ellefta tímanum í Fossvogi, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert